Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Öll Suðurnesjaliðin í kvennakörfunni töpuðu í kvöld
Þriðjudagur 2. mars 2010 kl. 21:54

Öll Suðurnesjaliðin í kvennakörfunni töpuðu í kvöld

„Þegar við spilum svona lélega vörn þá töpum við eins og hér í kvöld,“ sagði Svava Stefánsdóttir, ein lykilkvenna Keflavíkurliðsins sem tapaði fyrir Hamri í Iceland Express deild kvenna í Toyota höllinni í kvöld. Lokatölur urðu 85-101. Öll Suðurnesjaliðin töpuðu í kvöld og Keflavík og Grindavík fara í umspil við Snæfell og Hauka um sæti í úrslitakeppninni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sigur Hamarsstúlkna var öruggur. Þær voru með forystu frá fyrsta leikhluta og leiddu 24-28 og 42-49 í leikhlé. Þær héldu áfram að auka forskotið sem var orðið 14 stig í lok þriðja leikhluta, 64-78 og náði mest yfir tuttugu stigum í síðasta leikhlutanum. Leikur Keflavíkurkvenna var ekki sannfærandi og því fór sem fór. Kristi Smith var stigahæst með 27 stig, Birna Valgarðsdóttir skoraði 15 stig, Pálína Gunnlaugsdóttir var með 13, Svava Ósk Stefánsdóttir var með 12 stig og Bryndís Guðmundsdóttir 11. Hjá Hamri voru þær Julia Demirer með 22 og Sigrún Ámundadóttir með 20.

Grindavík tapaði fyrir KR á útivelli og eru með 24 stig eins og Keflavík en enda í 4. sæti. Njarðvíkurstúlkur töpuðu líka sínum leik í kvöld gegn Haukum 61-94. Þær enduðu í næst neðsta sæti deildarinnar með 12 stig.

Keflavík endaði í 3. sæti með jafn mörg stig og Hamar en þurftu sigur í kvöld til að losna við umspil um tvö sæti en Keflavík leikur gegn Snæfelli um það í tveimur viðureignum. Grindavík er í 4. sæti og leikur umspilsleiki við Hauka. Hefðu þær sigrað efsta liðið, KR, í kvöld hefðu þær líka losnað við umspil.

Fyrri leikirnir verða nk. laugardag. 

Pálína Gunnlaugsdóttir er á efri myndinni og Birna Valgarðs t.h. Neðst er mynd úr leik UMFN og Hauka í kvöld. VF-myndir/pket.