Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 28. október 1999 kl. 11:21

ÖLL SUÐURNESJALIÐIN Í EGGJA-UNDANÚRSLIT

Keflavík, Njarðvík og Grindavík tryggðu sér um helgina réttinn til að leika „Final Four” úrslitum Eggjabikarkeppninnar. Keflvíkingar tóku Haukana tvisvar, 74-57 og 84-80 og eru enn ósigraðir í þessari keppni frá upphafi TUTTUGU OG TVÖ - NÚLL. „Við óttuðumst þá ekkert þrátt fyrir tapið í síðustu umferð Íslandsmótsins og þegar Chianti setti í 5 gír og tók að skora grimmt eftir við höfðum hleypt þeim yfir tryggðum við sigurinn” sagði Gunnar Einarsson . Grindvíkingar sigruðu KR 89-73 og 78-74 og sagði Einar Einarsson, þjálfari þeirra, reglubreytingarnar jákvæðar fyrir körfuna. “Við lékum ekki vel á útivelli en höfðum samt sigur. Þegar við smelltum á þá einfaldri svæðisvörn í seinni leiknum hrundi leikur þeirra og eftirleikurinn varð auðveldur.” Njarðvíkingar, sem fóru auðveldustu leiðina, sigruðu Þór frá Þorlákshöfn 88-71 og 82-74. “Þetta voru þokkalegir leikir hjá okkur. Á næsta ári verða allir leikir í fjórum lotum, 24 sekúndna skotklukka og aðeins 8 sekúndur gefnar til að koma knettinum yfir miðju þannig að það er fínt að reyna þetta í Eggjabikarnum þó ekki séu allar breytingarnar í gildi ennþá.”
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024