Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Ólík hlutskipti Suðurnesjaliðanna í Lengjubikarnum
Jóhann Birnir skoraði tvö mörk fyrir Keflavík og tryggði sigurinn. Mynd úr safni.
Mánudagur 23. febrúar 2015 kl. 16:25

Ólík hlutskipti Suðurnesjaliðanna í Lengjubikarnum

Keflvíkingar báru sigurorð af Þórsurum frá Akureyri í Lengjubikarnum á laugardaginn. Leikurinn fór fram á Akranesi í knattspyrnuhúsi þeirra Skagamanna.

Jóhann Helgi Hannesson kom Þórsurum yfir á 34. mínútu en tvö mörk úr vítaspyrnum frá reynsluboltanum Jóhanni Birni Guðmundssyni á 77. og 90. mínútu tryggðu Keflvíkingum öll stigin þrjú, en Jóhann hafði komið inná sem varamaður á 60. mínútu leiksins. Keflvíkingar léku manni færri síðustu 40 mínútur leiksins eftir að Unnar Már Unnarsson hafði fengið að líta tvö gul spjöld með stuttu millibili.

Aðra sögu er að segja um Grindvíkinga sem leika í sama riðli en þeir mættu Valsmönnum í Egilshöll. Allt stefndi í 2-2 jafntefli eftir að Óli Baldur Bjarnason og Magnús Björgvinsson höfðu skorað fyrir Grindvíkinga. Valsmenn náðu þó að pota inn sigurmarki og lokatölur 3-2.

Keflvíkingar  sitja ásamt Skagamönnum í efsta sæti riðilsins eftir tvo leiki með fullt hús stiga en Grindvíkingar verma botnsætið og eru án stiga.

Næstu leikir hjá liðunum eru í byrjun mars en þá sækja Keflvíkingar Fjarðarbyggð heim á meðan Grindvíkingar etja kappi við ÍA á Akranesi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024