Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Óli Stefán valdi Fjölni
Þriðjudagur 6. nóvember 2007 kl. 11:24

Óli Stefán valdi Fjölni

Knattspyrnumaðurinn Óli Stefán Flóventsson hefur ákveðið að yfirgefa herbúðir Grindavíkur og ganga til liðs við Fjölni. Bæði þessi lið unnu sér inn þátttökurétt í Landsbankadeildinni á næstu leiktíð og þá var Óli Stefán fyrirliði Grindvíking í sumar. Vefmiðillinn www.fotbolti.net greindi fyrstur frá þessum tíðindum.

 

Víkurfréttir náðu tali af Óla Stefáni þar sem hann var staddur í London og á leið inn í flugvél og því hafði hann ekki frekari tíma til að ræða málin en gat staðfest þessar fregnir. Töluvert áfall fyrir gula en Óli Stefán hefur verið einn af sterkari leikmönnum liðsins um langa hríð.

 

Óli hefur þegar tilkynnt Grindvíkingum ákvörðun sína en Óli er búsettur í Grafarvogi og er 31 árs gamall. Fyrir nokkrum vikum gaf Óli það út að hann vildi helst komast annað þar sem að aksturinn úr Grafarvogi, þar sem hann býr, og til Grindavíkur væri orðinn mjög tímafrekur.

 

Heimild: www.fotbolti.net

 

VF-Mynd/ Úr safni - Óli Stefán Flóventsson

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024