Óli Stefán og Milan Stefán þjálfa Grindavík á næstu leiktíð
Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur skrifað undir samninga við þá Óla Stefán Flóventsson og Milan Stefán Jankovic um þjálfun á meistaraflokki karla fyrir komandi leiktíð.
Nýlega skrifaði félagið undir samning við spænska framherjann Juan Manuel Ortiz en hann spilaði með Grindvíkingum í Inkasso deildinni síðastliðið sumar. Grindvíkingar enduðu í öðru sæti og komust upp um deild og munu því spila í Pepsi deildinni næsta sumar.