Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 24. september 2001 kl. 11:10

Óli Stefán og Elín best

Það var mikið fjör á uppskeruhátíð knattspyrnudeildar Grindavíkur sem haldin var í Festi á laugardagskvöld. Um 280 manns mættu í mat og tjúttuðu svo frameftir nóttu á balli með Hljómum. Óli Stefán Flóventsson var valinn besti leikmaður í meistaraflokki karla en Elín Heiður Gunnarsdóttir hlaut þá viðurkenningu í kvennaflokki.

Myndir frá ballinu hér að neðan.
Markakóngur Grindvíkinga að þessu sinni var Grétar Ólafur Hjaltason en hann skoraði 9 mörk í deildinni í sumar og var annar markahæstur í deildinni. Hann var sömuleiðis valinn efnilegasti leikmaður liðsins. Jennifer Henlay var markahæst hjá konunum en Klara Dögg Steingrímsdóttir var valin efnilegasti leikmaðurinn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024