Óli Stefán frá Grindavík til KA
Óli Stefán Flóventsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við KA og mun því taka við sem aðalþjálfari knattspyrnudeildar félagsins.
Hann kemur til félagsins eftir að hafa stýrt Grindavík undanfarin þrjú ár sem aðalþjálfari þar sem hann kom liðinu meðal annars upp í efstu deild og hefur tryggt Grindavík í sessi sem stöðugt úrvalsdeildarfélag. Frá þessu er greint á heimasíðu KA.
Hann kemur til félagsins eftir að hafa stýrt Grindavík undanfarin þrjú ár sem aðalþjálfari þar sem hann kom liðinu meðal annars upp í efstu deild og hefur tryggt Grindavík í sessi sem stöðugt úrvalsdeildarfélag. Frá þessu er greint á heimasíðu KA.