Óli Ragnar til Þórs Þorlákshafnar
Þórsarar í Þorlákshöfn hafa samið við Njarðvíkinginn Óla Ragnar Alexandersson um að leika með liðinu á komandi vetri í Dominos deildinni í körfuknattleik. Karfan.is greinir frá þessu. Óli Ragnar er 24 ára gamall og lék síðast með Snæfelli frá 2014 til 2016 en þá fótbrotnaði hann í leik.
Óli Ragnar er alinn upp hjá Njarðvík og spilaði þar undir stjórn Einars Árna, bæði í yngri flokkum og á árunum 2011-2014 í meistaraflokki.
Þá framlengdi Njarðvíkingurinn Ólafur Helgi Jónsson sinn samning við félagið.


 
	
				


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				