Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Óli Ragnar hlaut Elfarsbikarinn
Þriðjudagur 26. maí 2009 kl. 15:10

Óli Ragnar hlaut Elfarsbikarinn

Uppskeruhátíð yngri flokka KKD UMFN fór fram nýverið. Voru afhent hin hefðbundnu verðlaun í öllum keppnisflokkum auk þess sem stórglæsilegar veitingar voru á boðstólum fyrir gesti.

Hátíðin var einkar vel sótt að þessu sinni og er talið að rétt rúmlega 300 manns hafi fjölmennt í Ljónagryfjuna.  Yngstu iðkendur deildarinnar fengu verðlaunaskjal, morgunhanar voru einnig verðlaunaðir en hápunkturinn var afhending Elfarsbikarsins sem nú var veittur í 20.skipti.  Elfarsbikarinn er veittur efnilegasta leikmanni félagsins hverju sinni og er gefinn í minningu Elfars Jónssonar heitins.

Að þessu sinni fékk Óli Ragnar Alexandersson leikmaður 11. og drengjaflokks Elfarsbikarinn og er virkilega vel að þeim heiðri kominn.  Jón Þór Elfarsson sonur Elfars heitins afhenti bikarinn.

Unglingaráð UMFN vill þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn og þakka kærlega fyrir frábæra mætingu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024