Óli hefur ekkert heyrt frá Grindavík
Greint er frá því í Fréttablaðinu í dag að knattspyrnumaðurinn
Óli segir við Fréttablaðið í dag að hann og fjölskylda sín séu orðin þreytt á tímanum sem fari í að keyra Reykjanesbrautina en hann er búsettur í Grafarvoginum. ,,Nú kemur fótboltahúsið upp í janúar og fyrir vikið mun ferðunum til Grindavíkur fjölga verulega," sagði Óli Stefán.
Hann þurfti áður aðeins að koma einu sinni í viku á æfingar suður með sjó yfir vetrartímann en með tilkomu hússins myndi þeim ferðum fjölga í 4-5 sinnum í viku.
„Ég ætla að tala við Grindvíkinga áður en ég tek ákvörðun en ég hef reyndar ekkert heyrt í Grindvíkingum. Ég hef þess utan heyrt í þrem félögum hér á höfuðborgarsvæðinu," sagði Óli Stefán en Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Fram gangi fast á eftir Óla þessa dagana.
Fréttablaðið í dag – www.visir.is