Atnorth
Atnorth

Íþróttir

Fimmtudagur 8. apríl 2004 kl. 01:08

Óli Gottskálks til Keflavíkur

Markvörðurinn Ólafur Gottskálksson hefur fengið sig lausan undan samningi sínum við Grindavík og gengið til liðs við sitt gamla félag Keflavík.

Ólafur lék með Keflavík til 1997 þegar hann hélt út í atvinnumennskuna og lék við góðan orðstýr í Englandi og Skotlandi. Hann snéri aftur til Íslands á síðsta ári þar sem hann lék 10 leiki með Grindavík áður en hann meiddist.

Ólafur er 36 ára og hefur leikið 9 A-landsleiki á ferlinum.

Bílakjarninn
Bílakjarninn