Óli Gott á leið til Grindavíkur?
Samkvæmt heimildum Víkurfrétta mun Ólafur Gottskálksson, markmaður Brentford á Englandi, vera á leið til Grindavíkur. Er hann sagður væntanlegur til landsins í febrúar. Grindvíkingar sem lentu í 3. sæti í deildinni í sumar munu leika í UEFA-keppninni á næsta tímabili og má ætla að Ólafur sjái Grindavíkurliðið þar að leiðandi sem vænlegan kost.Ingvar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Grindavíkur, neitaði því að búið væri að ganga frá samningi við Ólaf. Hann staðfesti þó að búið væri að ræða við Ólaf en ekkert væri komið á hreint í þeim efnum. "Þetta hefur allt verið á rólegu nótunum. Ef hann er á leið heim viljum við fá hann enda er hann góður markmaður", sagði Ingvar.
Aðspurður hvort fleiri leikmenn væru á leið til Grindavíkur sagði Ingvar að þeir væru ekki hættir í leikmannamálum og ættu eftir að gera meira í þeim efnum. "Við munum vanda þessi mál enda eigum við ekki eins mikla peninga og liðin í Reykjavík".
Víkurfréttir höfðu einnig fengið þær fréttir að Grindvíkingar væru að reyna að klófesta sóknarmenn Þórs, þá Orra Hjaltalín og Jóhann Þórhallsson en Ingvar vildi ekki kannast við það og sagði að þeir hefðu ekki talað við þessa leikmenn. "Það er nú þannig að allir góðir leikmenn á Íslandi eru nefndir en það er þó ekki þar með sagt að þeir séu á leiðinni til okkar".
Þess má geta að Ólafur mætti á leik með Grindvíkingum í sumar þar sem hann horfði á leikinn með stjórnarmönnum liðsins.
Aðspurður hvort fleiri leikmenn væru á leið til Grindavíkur sagði Ingvar að þeir væru ekki hættir í leikmannamálum og ættu eftir að gera meira í þeim efnum. "Við munum vanda þessi mál enda eigum við ekki eins mikla peninga og liðin í Reykjavík".
Víkurfréttir höfðu einnig fengið þær fréttir að Grindvíkingar væru að reyna að klófesta sóknarmenn Þórs, þá Orra Hjaltalín og Jóhann Þórhallsson en Ingvar vildi ekki kannast við það og sagði að þeir hefðu ekki talað við þessa leikmenn. "Það er nú þannig að allir góðir leikmenn á Íslandi eru nefndir en það er þó ekki þar með sagt að þeir séu á leiðinni til okkar".
Þess má geta að Ólafur mætti á leik með Grindvíkingum í sumar þar sem hann horfði á leikinn með stjórnarmönnum liðsins.