Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 9. desember 1999 kl. 22:39

ÓLI ENN Á BEKKNUM

Keflvíkingurinn Ólafur Gottskálksson sem varið hefur mark Hibernian hefur þurft að verma bekkinn í undanförnum leikjum á kostnað varamarkvarðarins Nick Colgan. VF hafði samband og spurðist fyrir hvort Óli væri e.t.v. á leiðinni frá félaginu. Trúi ekki öðru en að ég fái stöðuna fljótlega aftur „Það er ósköp einfalt eins og staðan er þá er bara að vera þolinmóður og vera tibúinn þegar ég fæ stöðuna aftur því ég trúi engu öðru en að ég fái stöðuna fljótlega aftur, en ef svo vill til að Nick vinur minn standi sig það vel að framkvæmdarstjórinn sjái ekki ástæðu til að breyta þá skoða ég mín mál í rólegheitum. Ég ræddi við stjórann og var það frekar jákvætt samtal þannig að ég tek þessu með jafnaðargeði. Við erum fimm markverðirnir og andinn er góður, samkeppnin er mikil og það er gaman að taka þátt í þessu.“ Hefð fyrir góðum markvörðum hjá Hibs „Hefðin fyrir góðum markmönnum er mikil í herbúðum Hibs. Undanfarin ár hafa verið tveir af bestu markmönnum skota í marki Hibs og tók ég við af Jim Leighton og þar á undan var Andy Goram. Báðir hafa verið landsliðsmarkmenn Skota um árabil þannig að kröfurnar eru miklar hjá Hibs með markmenn og það er virkilega gaman að fá að spila fyrir þennan klúbb og hafa verið tekið svo vel hjá þeim er bara bónus.“ Stuðningsmennirnir syngja lagið hans „Stuðningsmenn liðsins hafa tekið mér opnum örmum og var ég í miklu uppáhaldi hjá þeim á síðasta tímabili. Til merkis um stuðning þeirra er gaman að nefna að í þessum fjórum leikjum sem ég hef verið á bekknum þá fæ ég samt lagið mitt sungið í hverjum leik því að þegar ég fer að hita upp þá byrjar fólkið að syngja „Ólei, ólei, olei.“ „Ég var eini leikmaður liðsins í fyrra sem spilaði alla leiki bæði í deild og bikar í fyrra (42) og var það ár virkilega skemmtilegt.“. „Nokkrir klúbbar haft samband nú þegar „Ég á ekki von á því að fara fram á sölu þó allt geti vissulega gerst og það kemur bara í ljós. Ég reikna ekki með að vera á leiðinni heim á næstunni, það kemur margt til greina hér úti. Fjölskyldunni líður vel hérna og það hafa verið klúbbar hafa þegar sýnt mér áhuga þannig að ég ef ég sem ekki aftur við Hibs sem ég reikna með að gera þá færi ég mig í annað lið. En ég bið vel að heilsa öllum suður með sjó og óska Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla“.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024