Óli Baldur tryggði Grindavík sigur gegn Haukum
Grindavík lagði Hauka 1-0 í Lengjubikar karla í fótbolta en leikið var í roki og rigningu á gervigrasvellinum á Ásvöllum í gær. Aðstæður gerðu leikmönnum erfitt fyrir í gærkvöldi og lítið var um færi en eina markið kom um miðjan síðari hálfleik.
Óli Baldur Bjarnason, sem var nýkominn inn á sem varamaður, skoraði þá með skoti í fjærhornið en Daði Lárusson hefði mögulega átt að gera betur í markinu hjá Haukum. Með sigrinum hoppaði Grindavík upp í annað sæti í riðli þrjú en liðið er með tólf stig eftir sex leiki. Síðasti leikur Grindvíkinga í riðlinum er síðan gegn Fylki á morgun.
Mynd: www.fotbolti.net