Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 14. apríl 2003 kl. 09:14

Olga lék gegn gömlum félögum í Reykjaneshöllinni

ÍBV og KR áttust við í kvennaknattspyrnunni í Reykjaneshöll í gær. Það er ekki í frásögur færandi hér á vf.is nema að hin keflvíska Olga Færseth hefur skipt úr KR yfir í ÍBV. Án efa hefur gömlu félögum hennar í KR fundist undarlegt að hafa markamaskínuna sem mótherja sinn. Leikar fóru þannig að ÍBV sigraði KR með 2 mörkum gegn 1 og Olga skoraði annað mark Eyjakvenna.Meðfylgjandi mynd tók Hilmar Bragi í leiknum í gær þar sem Olga og fyrrum samherji hennar úr KR kljást um boltann.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024