Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 4. nóvember 1999 kl. 11:07

ÖLDIN ÖNNUR MEÐ KANANA

Stórveldin Njarðvík og Keflavík hafa löngum verið heppin með útlendinga en nú virðist öldin önnur. Purnell Perry kom sér út úr húsi hjá Njarðvík, vegna leti og óreglu, þrátt fyrir ágæta frammistöðu á vellinum. Staðgengill hans Jason Hoover hefur ekki staðið sig og ef hann fer að ekki að herða sultarólina verður farmiði hans tekinn upp úr skúffunni. Chianti Roberts hjá Keflavík er góður varnarmaður sem spilar samherjana vel uppi en hann er ekki nógu sterkur í vítateig andstæðingana til að skapa skyttum liðsins færi. Eftir frammistöðu þessara leikmanna að undanförnu hljóta stjórnarmenn að vera farnir að rifja upp símanúmerin hjá umboðsmönnunum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024