Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ólafur Thordersen afhenti Erlu Dögg 300.000 kr.
Laugardagur 26. júlí 2008 kl. 12:49

Ólafur Thordersen afhenti Erlu Dögg 300.000 kr.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ólafur Thordersen, framkvæmdastjóri, afhenti Erlu Dögg Haraldsdóttur 300.000 kr. styrk fyrir hönd Íslenska Gámafélagsins. Styrkurinn kemur sér vel þar sem mikill kostnaður fylgir því að taka þátt í Ólympíuleikunum. 

Ólafur sagði við þetta tækifæri að hann væri búin að þekkja Erlu Dögg síðan hún var smá stelpa og fylgst með árangri hennar í sundinu. „Það var aldrei spurning um hvort heldur hvenær Erla myndi ná Ólympíulágmarkinu og ég var alltaf ákveðin í að styrkja hana þegar að því kæmi,“ sagði Ólafur þegar hann afhenti Erlu Dögg ávísunina frá Íslenska Gámafélaginu.

Víkurfréttamynd:IngaSæm