Ólafur þjálfar eða leikur
Ólafur Örn Bjarnason verður annaðhvort þjálfari eða leikmaður Grindavíkur næsta sumar. Hann tók við sem spilandi þjálfari liðsins í fyrra en segist í samtali við Fréttablaðið ekki ætla að blanda þessu tvennu saman í Pepsi-deildinni á næsta tímabili.
„Ég veit ég gæti átt tvö góð ár eftir á vellinum. Það var of mikið að vera í þjálfun á sama tíma. Ég get ekki gefið 100 prósent á báðum stöðum og það bæði bitnar á þjálfuninni og mínum leik. Þetta er ekki auðveld ákvörðun,“ segir Ólafur Örn í Fréttablaðinu.
Hann ætlar að funda um stöðuna með stjórn Grindavíkur og er líklegt að málið skýrist á næstu dögum. „Það verður samt að gerast hratt því það þarf að huga að leikmannamálum og öðru," segir Ólafur.
Líklegra er talið að niðurstaðan verði sú að Ólafur muni víkja til hliðar sem þjálfari og einbeita sér að því að vera leikmaður ef marka má orð hans að hann eigi tvö góð á eftir sem leikmaður. Ef svo verður þá er ljóst að nýr maður kemur í brúnna hjá Grindavík.