Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ólafur steig út af
Mynd úr VF safni
Mánudagur 7. nóvember 2016 kl. 11:55

Ólafur steig út af

Í upptöku frá leik Grindavíkur og Stjörnunnar í 32 liða úrslitum Maltbikarkeppninnar í körfubolta sést greinilega að Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, stígur út af rétt eftir að hann stelur boltanum af stjörnumönnum en ekkert var dæmt. Ólafur sendi boltann á Lewis Clinch, leikmann Grindavíkur, sem setti niður langt þriggja stiga skot og tryggði Grindvíkingum sigur í leiknum. Frá þessu er greint á ruv.is.

Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, fékk dæmda á sig tæknivillu vegna viðbragða hans yfir því að ekki hafi verið dæmt, enda hefði sigurkarfa Lewis Clinch því ekki verið gild og úrslit leiksins hefðu verið önnur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hér má sjá myndbandið og frétt ruv.is frá atvikinu.