Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 30. desember 2003 kl. 21:21

Ólafur Stefánsson valinn Íþróttamaður ársins 2003!

Ólafur Stefánsson handknattleikskappi var valinn íþróttamaður ársins 2003 við hátíðlega athöfn á Hótel Loftleiðum fyrir stundu. Þetta er í annað skipti í röð sem hann er þessa heiðurs aðnjótandi, en hann hlaut 322 stig í kjörinu. Eiður Smári Guðjohnsen, leikmaður Chelsea og fyrirliði landsliðsins í knattspyrnu, var í öðru sæti  með 274 stig og í þriðja sæti varð Ásthildur Helgadóttir, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, mað 150 stig.

Örn Arnarson, sundkappi úr ÍBR, hlaut 126 stig í fjórða sætið og Jón Arnór Stefánsson körfuknattleiksmaður 105 atkvæði í fimmta sætið. Dansarinn Karen Björk Björgvinsdóttir fékk 57 atkvæði í 6.-7. sætið sem og Jón Arnar Magnússon tugþrautarkappi. Knattspyrnumaðurinn Hermann Hreiðarsson kom næstur með 45 atkvæði, golfarinn Ragnhildur Sigurðardóttir varð í níunda sæti með 44 atkvæði og Þórey Edda Elísdóttir, stangarstökkvari var í tíunda sæti með 32 atkvæði.

28 íþróttamenn hlutu atkvæði í kjöri íþróttafréttamanna í ár.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024