Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ólafur skoraði úr víti fyrir Brann
Sunnudagur 10. desember 2006 kl. 16:16

Ólafur skoraði úr víti fyrir Brann

Grindvíkingurinn Ólafur Örn Bjarnason gerði annað tveggja marka fyrir Brann gegn Helsingborg í 2-2 jafntefli liðanna í Royal League knattspyrnudeildinni í dag.

 

Ólafur kom Brann í 2-1 er hann skoraði úr vítaspyrnu en það var enginn annar en Henrik Larsson sem jafnaði metin fyrir Helsingborg. Brann og Helsingborg eru efst í sínum riðli en þetta var síðasti leikurinn í riðlakeppninni.

 

Brann og Helsingborg luku keppni með 9 stig í riðlinum en eftir sátu OB frá Danmörku og Rosenborg frá Noregi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024