Ólafur skoraði gegn Deportivo
Grindvíkingurinn Ólafur Örn Bjarnason var á skotskónum þegar lið hans Brann vann glæstan sigur á Deportivo La Coruna frá Spán í kvöldi. Leikurinn endaði með 2-0 sigri Noregmeistaranna en Ólafur skoraði fyrra markið úr vítaspyrnu á 22. mínútu.
Leikurinn fór fram í Bergen í Noregi, en þetta var fyrri leikurinn í UEFA-bikarnum. Alls leika fimm Íslendingar með Brann, en auk Ólafs leika Kristján Örn Sigurðsson, Gylfi Einarsson, Ármann Smári Björnsson og Birkir Már Sævarsson með liðinu.
Mynd:www.brann.no