Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ólafur skallaði þrjú stig heim
Miðvikudagur 17. maí 2006 kl. 13:12

Ólafur skallaði þrjú stig heim

Grindvíkingurinn Ólafur Örn Bjarnason skallaði þrjú stig í hús fyrir Brann er liðið lagði Tromsö 2-1 í gær. Tæplega 19.000 manns voru á leiknum sem fram fór á Brann Stadium. Mark Ólafs kom á 52. mínútu leiksins og náðu Tromsö ekki að nýta tímann til að jafna metin.

Brann er í 2. sæti norsku úrvalsdeildarinnar með 18 stig eftir 8 leiki og hafa gert 14 mörk og fengið á sig 6.

Mynd: Ólafur ásamt félögum sínum í Brann, mynd frá síðustu leiktíð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024