Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ólafur Örn yfirgefur Grindavík
Ólafur Örn er farinn frá Grindavík.
Miðvikudagur 10. október 2012 kl. 12:39

Ólafur Örn yfirgefur Grindavík

Knattspyrnumaðurinn Ólafur Örn Bjarnason hefur yfirgefið herbúðir Grindavíkur og hefur gengið frá starfslokum..

Knattspyrnumaðurinn Ólafur Örn Bjarnason hefur yfirgefið herbúðir Grindavíkur og hefur gengið frá starfslokum sínum við félagið. Ólafur Örn var fyrirliði Grindavíkur sem féll í sumar úr Pepsi-deildinni og leikur því í 1. deildinni á næstu leiktíð.

Þetta kemur fram á vefmiðlinum 433.is þar sem Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Ólafs, staðfestir brotthvarf miðvarðarins frá Grindavík. Ólafur kom aftur til Grindavíkur um mitt sumar 2010, eftir að hafa leikið í nokkur á með Brann í Noregi, og var spilandi þjálfari liðsins allt þar til síðasta haust þegar Guðjón Þórðarson var ráðinn til starfa.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í frétt 433.is segir að hinn 37 ára gamli Ólafur Örn ætli að flytjast á höfuðborgarsvæðið og ætli að halda áfram að spila fótbolta en hann hefur spilað allan sinn feril á Íslandi með Grindavík og er næstleikjahæsti leikmaður félagsins í efstu deild.