Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 26. september 2003 kl. 11:15

Ólafur Örn til Brann?

Frá því er greint á fréttavef Morgunblaðsins í morgun að Ólafi Erni Bjarnasyni, leikmanni Grindavíkur í knattspyrnu, hafi verið boðið að koma með konu sinni um helgina og kynna sér aðstæður hjá norska knattspyrnuliðinu Brann. Útsendarar norska liðsins hafa fylgst með Ólafi undanfarið og voru meðal annars á leik Grindavíkur og Käntern í Evrópukeppninni og á landsleik Íslands og Þýskalands. Haft er eftir Ólafi að þó svo að samningur hans við Grindavík renni út um áramót þá þurfi eitthvað mikið að vera í boði til að hann fari út en hann er í sálfræðinámi við Háskóla Íslands og hyggur á að klára BA-gráðu í vor.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024