Ólafur Örn kallaður í landsliðið
Ólafur Örn Bjarnason, varnarmaður og fyrirliði Grindvíkinga í knattspyrnu, hefur verið kallaður inn í landsliðshóp Íslands af Atla Eðvaldssyni. Lárus Orri Sigurðsson dró sig úr liðinu vegna agabrots og því var Ólafur kallaður inn. Ísland leikur við Litháen á miðvikudag á Laugardalsvelli.Haukur Ingi Guðnason byrjaði inná í leiknum gegn Skotum sem Íslendingar töpuðu á sunnudag og átti ágæta spretti á köflum.