Þriðjudagur 5. ágúst 2003 kl. 14:31
Ólafur Örn Bjarnason í landsliðið á ný
Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson landsliðsþjálfarar Íslands í knattspyrnu hafa valið liðið er mætir Færeyjum í Þórshöfn 20. ágúst næstkomandi. Ólafur Örn Bjarnarson úr Grindavík kemur inn í liðið ásamt þeim Heiðari Helgusyni úr Watford og Veigari Páli Gunnarssyni úr KR.