Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ólafur Örn á skotskónum
Sunnudagur 26. október 2008 kl. 22:22

Ólafur Örn á skotskónum

Grindvíkingurinn Ólafur Örn Bjarnason var á skotskónum fyrir Brann sem gerði 1-1 jafntefli við Tromsö á heimavelli. Ólafur jafnaði leikinn úr vítaspyrnu á 80. mínútu og urðu það lokatölur leiksins. Brann er um miðja deild í norsku úrvalsdeildinni og er í 8. sæti með 25 stig þegar einni umferð er ólokið.

Íslendingaliðið Stabæk varð í dag norskur meistari og bar þar helst til tíðinda að Veigar Páll Gunnarsson skoraði þrennu og Pálmi Rafn Pálmason skoraði eitt mark fyrir meistaranna. Það má því með sanni segja að Íslendingar hafi verið atkvæðamiklir í norska boltanum í dag.

Sjá myndband
af marki Ólafs.

Mynd: Ólafur Örn Bjarnason jafnaði leikinn fyrir Brann í norsku úrvalsdeildinni í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024