Ólafur Ólafsson valinn í úrvalslið Subway-deildar karla
Verðlaunahátíð Körfuknattleikssamband Íslands var haldin í hádeginu og þar tilkynnt val á bestu leikmönnum og úrvalsliðum síðustu leiktíðar í úrvals- og 1. deildum karla og kvenna. Það voru þjálfarar, fyrirliðar og formenn liðanna sem tóku þátt í valinu eftir að deildarkeppni lauk nú í vor.
Ólafur Ólafsson úr Grindavík var valinn í úrvalslið Subway-deildar karla en hann er eini leikmaður Suðurnesjaliðanna sem kemst á listann. Athygli vekur að lið Njarðvíkur, sem hampaði Íslandsmeistaratitli kvenna, á engan fulltrúa í valinu í ár. Valið í Subway-deildum karla og kvenna má sjá hér að neðan.
Úrvalslið Subway-deildar karla:
Hilmar Pétursson (Breiðablik)
Sigtryggur Arnar Björnsson (Tindastóll)
Ólafur Ólafsson (Grindavík)
Kristófer Acox (Valur)
Sigurður Gunnar Þorsteinsson (Tindastóll)
Kristófer Acox (Valur) er leikmaður ársins
Daniel Mortensen (Þór Þ.) er erlendur leikmaður ársins
Baldur Þór Ragnarsson (Tindastóll) er þjálfari ársins
Þorvaldur Orri Árnason (KR) er ungi leikmaður ársins
Úrvalslið Subway-deildar kvenna:
Dagbjört Dögg Karlsdóttir (Valur)
Eva Margrét Kristjánsdóttir (Haukar)
Helena Sverrisdóttir (Haukar)
Dagný Lísa Davíðsdóttir (Fjölnir)
Isabella Ósk Sigurðardóttir (Breiðablik)
Dagný Lísa Davíðsdóttir (Fjölnir) er leikmaður ársins
Aliyah Daija Mazyck (Fjölnir) er erlendur leikmaður ársins
Bjarni Magnússon (Haukar) er þjálfari ársins
Tinna Guðrún Alexandersdóttir (Haukar) er ungi leikmaður ársins
„Vorum með besta liðið, ekki bestu einstaklingana,“
– sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Íslandsmeistara Njarðvíkur í Subway-deild kvenna, eftir að val Körfuknattleikssambandsins var kynnt.
„Þetta er bara eins og ég er búinn að vera að segja í allan vetur. Við vorum með besta liðið en ekki bestu einstaklingana. Sumir töluðu um að Njarðvík væri bara þessir þrír útlendingar – samt eigum við ekki besta útlendinginn í deildinni,“ sagði Rúnar Ingi þegar Víkurfréttir spurðu út í hans viðbrögð við valinu.