Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ólafur Ólafsson meiddist illa
Föstudagur 20. apríl 2012 kl. 09:48

Ólafur Ólafsson meiddist illa



Háloftafuglinn Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, meiddist illa á ökkla gegn Stjörnunni í gærkvöldi og er óttast að hann sé jafnvel brotinn og þátttaka hans gegn Þór í úrslitaleikjunum um titilinn er úr sögunni. Helgi Jónas þjálfari sagði eftir leik að líklega hefði hann farið úr lið en þó gæti hann verið brotinn. Teitur Örlygsson, þjálfari andstæðinganna var fyrstur á vettvang og fyrstur til að kveikja að um mjög alvarlegt atvik væri að ræða og rauk hann Ólafi til aðstoðar og var í töluverðan tíma við hans hlið á meðan frekari hjálp barst. Fagmannlega var staðið að öllu varðandi þetta leiðinda atvik.

Atvikið átti sér stað strax í fyrsta leikhluta. Ólafur fór beint á sjúkrahús til myndatöku og nánari skoðunar. Hann veifaði áhorfendum af sjúkrabörunum og fékk mikið lófaklapp fyrir.

Hér má sjá umfjöllun og viðtöl eftir leikinn á karfan.is.



Myndir karfan.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024