Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Ólafur Ólafsson er í 12 manna hópnum hjá Öqvist
Þriðjudagur 19. júlí 2011 kl. 17:47

Ólafur Ólafsson er í 12 manna hópnum hjá Öqvist

Landsliðsþjálfarinn í körfubolta Peter Öqvist hefur tilkynnt þá tólf leikmenn sem munu taka þátt í Norðurlandamótinu sem fram fer í Sundsvall í Svíþjóð um helgina.

Öqvist valdi tvo nýliða í hópinn,  Grindvíkinginn Ólaf Ólafsson og hinn efnilega Hauk Helga Pálsson sem leikur með Maryland í bandaríska háskólaboltanum.

Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson er leikjahæsti maðurinn í hópnum en hann hefur leikið 76 landsleiki. Sigurður Þorsteinsson leikmaður Grindvíkinga er einnig í hópnum sem og Hörður Axel sem nýlega fór frá Keflvíkingum í atvinnumennsku.

Hópurinn:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

4 · Brynjar Þór Björnsson · Jamtland, Svíþjóð
Hæð 190 cm · Fæddur ‘88 · 9 landsleikir

5 · Haukur Helgi Pálsson · Maryland / Fjölnir
Hæð 198 cm · Fæddur ‘92 · Nýliði

6 · Jakob Sigurðarson · Sundsvall, Svíþjóð
Hæð 192 cm · Fæddur ‘82 · 44 landsleikir

7 · Finnur Atli Magnússon · KR
Hæð 205 cm · Fæddur ‘85 · 2 landsleikir

8 · Hlynur Bæringsson · Sundsvall, Svíþjóð
Hæð 200 cm · Fæddur ‘82 · 47 landsleikir

9 · Jón Arnór Stefánsson · CB Granada, Spáni
Hæð 196 cm · Fæddur ‘82 · 50 landsleikir

10 · Helgi Már Magnússon · Uppsala, Svíþjóð
Hæð 197 cm · Fæddur ‘82 · 62 landsleikir

11 · Ólafur Ólafsson · Grindavík
Hæð 190 cm · Fæddur ‘90 · Nýliði

12 · Pavel Ermolinski · Sundsvall, Svíþjóð
Hæð 200 cm · Fæddur ‘87 · 14 landsleikir

13 · Hörður Axel Vilhjálmsson · Mitteldeutscher BC, Þýskaland
Hæð 188 cm · Fæddur ‘88 · 16 landsleikir

14 · Logi Gunnarsson · Solna, Svíþjóð
Hæð 190 cm · Fæddur ‘81 · 76 landsleikir

15 · Sigurður Gunnar Þorsteinsson · Grindavík
Hæð 204 cm · Fæddur ‘88 · 21 landsleikur


Mynd: Ólafur hefur vaxið mikið sem leikmaður á síðasta ári.