Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ólafur og Stefán skoruðu fyrir sín lið
Mánudagur 18. september 2006 kl. 10:13

Ólafur og Stefán skoruðu fyrir sín lið

Jóhann B. Guðmundsson og félagar í sænska liðinu GAIS lögðu meistara Djurgården, 2-0, á dögunum þar sem Jóhann lék í 86 mínútur. Á sunnudag mættu GAIS svo Hammarby og þegar 10 mínútur voru til leiksloka hafði GAIS yfir 2-0. Hammarby náði engu að síður að minnka muninn í 2-1 og á 90. mínútu jöfnuðu þeir leikinn og lauk honum 2-2 og hreint ótrúlegt hvernig GAIS kastaði frá þremur stigum í leiknum. GAIS er því áfram í 10. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 21 stig.

 

Ólafur Örn Bjarnason gerði eitt mark í 5-3 sigri Brann á Sandefjord í norsku úrvalsdeildinni um helgina. Brann átti aukaspyrnu fyrir utan teig sem Ólafur náði að reka annað hnéið í og inn fór boltinn. Brann er í efsta sæti deildarinnar með 40 stig og hefur fjögurra stiga forskot á Rosenborg sem á leik til góða.

 

Stefán Gíslason gerði mark Lyn í 1-1 jafntefli gegn Odd Grenland um helgina. Stefán gerði glæsilegt skallamark í leiknum en Lyn hefur lagað talsvert stöðu sína í deildinni upp á síðkastið og er í 6. sæti með 29 stig.

 

Haraldur Guðmundsson lék með félögum sínum í Aalesund um helgina er Aalesund lagði Hønefoss BK 5-3. Aalesund er í efsta sæti annarar deildar í Noregi og þykja líklegir til þess að vinna sér sæti í úrvalsdeild að ári en liðið féll úr úrvalsdeild í fyrra. Aalesund deilir efsta sætinu með Strømsgodset.

 

Mynd: http://www.aafkbilder.com Haraldur í leiknum gegn Hønefoss BK

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024