Föstudagur 21. júlí 2006 kl. 08:48
Ólafur og félagar úr leik í bikarnum
Ólafur Örn Bjarnason og félagar hans í norska liðinu Brann eru úr leik í norsku bikarkeppninni eftir 3-1 ósigur gegn Start í gær.
Brann er í efsta sæti norsku úrvalsdeildarinnar en datt fremur óvænt út úr bikarkeppninni. Kristján Sigurðsson gerði mark Brann en Ólafur lék allan leikinn.