Ólafur jafnaði fyrir Brann
Grindvíkingurinn Ólafur Örn Bjarnason er nú staddur á Kanaríeyjum á Spáni með félögum sínum úr úrvalsdeildarliði Brann en liðið er þar í æfingaferð. Brann mætti rúmenska liðinu Rapid Búkarest í dag og skildu liðin jöfn 1-1.
Ólafur gerði jöfnunarmark Brann með skalla á 70. mínútu leiksins eftir hornspyrnu.