Ólafur hættur með landsliðinu
Knattspyrnumaðurinn Ólafur Örn Bjarnason frá Grindavík er hættur að leika með íslenska landsliðinu en þetta staðfestir Ólafur Jóhannesson nýráðinn landsliðsþjálfari.
Ólafur verður því ekki í 30 leikmanna hópi Íslands sem tekur þátt í æfingamóti á Möltu í næsta mánuði. Ólafur er 32 ára gamall leikmaður Brann í Noregi og varð norskur meistari með liðinu á síðustu leiktíð. Ólafur á að baki 27 landsleiki fyrir Ísland.
Þá var Jónas Guðni Sævarsson, fyrrum leikmaður og fyrirliði Keflavíkur og núverandi leikmaður KR, einnig valinn í hópinn.
VF-Mynd/ Úr safni - Ólafur í leik með landsliðinu gegn Króatíu.