Ólafur Gottskálksson mætti á æfingu hjá Keflavíkurliðinu
Keflvíkingurinn í liði Brentford á Englandi, Ólafur Gottskálksson, mætti óvænt á æfingu hjá meistaraflokksliði Keflavíkur í knattspyrnu í Reykjaneshöllinni í gærkvöldi. Tímabilið hjá Ólafi er ennþá í gangi en hann sleppti einni æfingu og flaug til Íslands í stutta heimsókn.Ólafur nýtti tímann og skellti sér í markvarðakennslu með markvörðum Keflavíkurliðsins á æfingunni en hann hefur verið atvinnumaður í knattspyrnu undanfarin sjö ár í Skotlandi og á Englandi. Ólafur og félagar hans í Brentford mæta lærissveinum Guðjóns Þórðarssonar í Stoke City í úrslitum um 1.deildarsæti næstkomandi laugardag.