Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 24. júlí 2003 kl. 09:23

Ólafur Gottskálksson frá í mánuð

Ólafur Gottskálksson, markvörður Grindvíkinga, verður frá æfingum og keppni næstu fjórar vikurnar í það minnsta. Ástæðan er eymsli í hálsi sem hann hefur verið með í allt sumar, eftir að hann lenti í árekstri við samherja í leik í vor. "Að ráði lækna tek ég mér frí frá æfingum og keppni næstu fjórar vikurnar í það minnsta. Ég hef verið stífur í hálsinum síðan þetta gerðist og með verk og læknar ráðlögðu mér að taka mér frí - það væri óþarfi að taka áhættu á að þetta skemmdi út frá sér. Eftir þennan tíma verður ákveðið með framhaldið," sagði Ólafur í samtali við Morgunblaðið í gær.

Grindvíkingar ætla að reyna að finna markvörð til þess að vera annar markvörður liðsins og treysta á Helga Má Helgason, sem verið hefur varamarkvörður liðsins, sem aðalmarkvörð í næstu leikjum, segir í Morgunblaðinu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024