Ólafur Gottskálksson er týndur
Samkvæmt heimasíðu enska knattspyrnuliðsins Torquay er markvörður þeirra, Ólafur Gottskálksson týndur. Hann hefur ekki mætt á æfingu hjá félaginu síðan á þriðjudag í síðustu viku. Að sögn Mike Bateson hjá Torquay hefur verið reynt að hafa uppi á Óla en það hefur engan árangur borið. Ólafur Gottskálksson hætti óvænt sem markvörður Keflavíkurliðsins síðasta sumar og hélt í raðir Tourquay sem hefur verið í miklu basli með markverði hjá sér þetta tímabil.