Ólafía Þórunn lék með öllum í Bláa Lóns kvennamótinu
Kvennamót Bláa Lónsins fór fram laugardaginn 15.september á Húsatóftavelli í Grindavík. Atvinnukylfingurinn Ólafía Þ. Kristinsdóttir lék 12. brautina með öllum kylfingum en Bláa Lónið er einn af aðal styrktaraðilum Ólafíu Þórunnar.
Sigurvegari í höggleik var Þórdís Geirsdóttir GK á 80 höggum. Punktakeppnin fór þannig að Margrét Þorvalsdóttir GR vann á 36 punktum, í öðru sæti var Freyja Önundardóttir GR á 35 punktum og því þriðja var Lovísa Björk Davíðsdóttir GS á 34 punktum. Veður setti svip sinn á mótið, en það voru 72 konur sem spiluðu í hvassri SA átt.