Ógerlegt að sigra í Borgarnesi?
Fjósið í Borgarnesi ætlar að reynast Suðurnesjaliðunum óyfirstíganleg hindrun en Njarðvíkingar lutu þar í lægra haldi 87-77 í öðrum úrslitaleik liðanna. Það er því eðlilegt, miðað við útreiðir Suðurnesjaliðanna í Fjósinu, að spurningar vakni um hvort gerlegt sé að vinna í Borgarnesi. Staðan er jöfn í einvíginu 1-1 og fer næsti leikur fram í Njarðvík þann 15. apríl kl. 16:00.
Heimamenn hófu leikinn með látum og komust í 11–4 og svo 19-11 þar sem Dimitar Karadzovski var sjóðheitur. Staða að loknum 1. leikhluta var 27-15 Skallagrím í vil.
Njarðvíkingar hertu róðurinn í 2. leikhluta og minnkuðu muninn í 4 stig fyrir leikhlé 42-38 þar sem Brenton Birmingham fór fyrir sínum mönnum.
Borgnesingar komu svo mun ákveðnari til seinni hálfleiks og innan skamms höfðu þeir breytt stöðunni í 51-40 og skömmu síðar 65-51. Þriðja leikhluta lauk svo 67-54 fyrir Skallagrím og dugði sú forysta til sigurs því Njarðvíkingar náðu ekki að jafna metin þó tækifærin til þess hefðu verið til boða. Til að mynda fóru Njarðvíkingar nokkrum sinnum illa að ráði sínu á vítalínunni þegar skammt lifði leiks.
Lokatölur urðu 87-77 eins og áður greinir og staðan því 1-1 og mætast liðin aftur 15. apríl. Jovan Zdravevski var stigahæstur hjá Skallagrím með 24 stig en Jeb Ivey gerði 25 stig hjá Njarðvík.
Tölfræði leiksins
VF-mynd/ JBÓ – frá fyrsta leik liðanna í úrslitunum
Heimamenn hófu leikinn með látum og komust í 11–4 og svo 19-11 þar sem Dimitar Karadzovski var sjóðheitur. Staða að loknum 1. leikhluta var 27-15 Skallagrím í vil.
Njarðvíkingar hertu róðurinn í 2. leikhluta og minnkuðu muninn í 4 stig fyrir leikhlé 42-38 þar sem Brenton Birmingham fór fyrir sínum mönnum.
Borgnesingar komu svo mun ákveðnari til seinni hálfleiks og innan skamms höfðu þeir breytt stöðunni í 51-40 og skömmu síðar 65-51. Þriðja leikhluta lauk svo 67-54 fyrir Skallagrím og dugði sú forysta til sigurs því Njarðvíkingar náðu ekki að jafna metin þó tækifærin til þess hefðu verið til boða. Til að mynda fóru Njarðvíkingar nokkrum sinnum illa að ráði sínu á vítalínunni þegar skammt lifði leiks.
Lokatölur urðu 87-77 eins og áður greinir og staðan því 1-1 og mætast liðin aftur 15. apríl. Jovan Zdravevski var stigahæstur hjá Skallagrím með 24 stig en Jeb Ivey gerði 25 stig hjá Njarðvík.
Tölfræði leiksins
VF-mynd/ JBÓ – frá fyrsta leik liðanna í úrslitunum