Ofur-Andri setti tvö og Grindvíkingar unnu örugglega
Andri Rúnar Bjarnason er með opinn reikning í Pepsi-deildinni, markareikning. Hann bætti veimur mörkum á þann reikning síðdegis og hefur skorað níu mörk í átta leikjum fyrir Grindavík á Íslandsmótinu í knattpsyrnu karla. Grindvíkingar unnu 3:1 sigur á ÍBV í Grindavík. Staðan í hálfleik var 3:0 en gestirnir kóruðu í bakkann í síðari hálfleik.
Heimamenn í Grindavík voru fljótir að stimpla sig inn. Strax á fjórðu mínútu var Andri Rúnar Bjarnason, Ofur-Andri, mættur í boltann og búinn að senda hann í markið framhjá markmanni Eyjamanna. Hálfgerð endurtekning á marki sem hann skoraði gegn FH í síðasta leik, sem einnig fór fram á Grindavíkurvelli.
Eyjamenn virtust vera meira með boltann í leiknum en Grindvíkingar áttu hættulegar sóknir sem skiluðu mörkum. Þannig bættu Grindvíkingar við marki á 23. mínútu. Andri Rúnar var með boltann og lyfti inn fyrir á Sam Hewson sem vippaði snyrtilega yfir Eyjamarkvörðinn.
Andri Rúnar Bjarnason var enn og aftur á ferðinni rétt undir lok fyrri hálfleiks. Eyjamenn ekki alveg með á nótunum og Andri Rúnar afgreiddi boltann snyrtilega í markið. Staðan 3:0 í hálfleik.
Eyjamenn sóttu stíft í síðari hálfleik og uppskáru mark á 60. mínútu. Gunnar Heiðar Þorvalsson skoraði þar af stuttu færi.
ÍBV reyndi allt til að bæta við mörkum og aukin harka færðist í leikinn og þurfti dómarinn nokkuð oft að sýna gula spjaldið og einu sinni það rauða, þegar einn Eyjamaður fékk sitt annað gula spjald.
Grindvíkingar eru með 17 stig og eru áfram í öðru sæti Pepsi-deildarinnar, tveimur stigum á eftir Valsmönnum, sem verma toppsætið.
Strax á fjórðu mínútu var Andri Rúnar Bjarnason, Ofur-Andri, mættur í boltann og búinn að senda hann í markið framhjá markmanni Eyjamanna. Hálfgerð endurtekning á marki sem hann skoraði gegn FH í síðasta leik, sem einnig fór fram á Grindavíkurvelli.