Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Öflugur framherji sagður á leið til Grindvíkinga
Miðvikudagur 7. desember 2011 kl. 12:13

Öflugur framherji sagður á leið til Grindvíkinga

Sóknarmaðurinn Pape Mamadou Faye mun að öllum líkindum ganga til liðs við Grindavík á næstu dögum samkvæmt heimildum Fótbolta.net en hann hefur æft með liðinu að undanförnu. Pape lék með Leikni í 1. deildinni í sumar og mun mæta liðinu í búningi Grindavíkur í æfingaleik í kvöld.

Þessi tvítugi leikmaður skoraði 9 mörk í 19 leikjum fyrir Leikni í 1. deildinni eftir að hafa komið frá Fylki en þar af skoraði hann 4 í lokaleiknum gegn ÍA. Sumarið 2010 skoraði hann 4 mörk fyrir Fylki í 18 Pepsi-deildarleikjum.

Mynd: Guðjón Þórðarson er hægt og bítandi að safna liði fyrir komandi átök. Pape í leik með Leikni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024