Öflugt starf Íþróttafélagsins NES
Íþróttafélag fatlaðra, NES, stóð fyrir Norðurlandamóti í boccia í Reykjaneshöllinni dagana 5.-7. maí. Mótið tókst afar vel og að því loknu var þátttakendum boðið til lokahófs. Nú um helgina var síðan annað stórmót í Reykjaneshöllinni, á vegum fatlaðra.Kjartan Már Kjartansson (B) tók fram á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar í síðustuviku, að mótið hefði verið NES til sóma en félagið hefur haldið þrjú stórmót í vetur á vegum Íþróttasambands fatlaðra. „Forysta íþróttahreyfingar fatlaðra hér suðurfrá er mjög öflug og hún á heiður skilinn fyrir frammistöðuna“, sagði Kjartan.Laugardaginn 20. maí var haldinn knattspyrnuskóli og knattspyrnumót í Reykjaneshöllinni á vegum Íþróttasambands fatlaðra í samvinnu við Knattspyrnusamband Íslands og Íþróttafélagið NES. Dagskráin er í tengslum við Íslandsleika Special Olympics sem haldnir voru í Reykjavík, en mótið var hið glæsilegasta.