Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ódýrt að æfa fimleika í Reykjanesbæ
Föstudagur 13. desember 2013 kl. 09:13

Ódýrt að æfa fimleika í Reykjanesbæ

Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur er í þriðja sæti yfir félög sem bjóða upp á lægstu æfingagjöld fyrir fimleika. Þetta kemur fram í verðlagseftirliti sem ASÍ. Tekið var saman hvað kostar að æfa fimleika hjá fjölmennustu íþróttafélögum landsins á haustönn 2013. Mikill verðmunur er á hæsta og lægsta verði námskeiðanna en mestur verðmunur er 148% á 4 klst. fimleikanámskeiði fyrir 8-10 ára börn og 119% verðmunur á 6. flokki í handbolta.

Borin var saman gjaldskrá fyrir 6-8 ára börn sem æfa 2 klst. á viku og fyrir 8-10 ára börn sem æfa 4 klst. á viku, en tekinn er saman æfingakostnaður fram að jólum (4 mánuðir). Ekki er tekið tillit til þess hvaða tegund fimleika sé verið að æfa (t.d. almenna, hóp- eða áhalda). Öll félögin eiga það sameiginlegt að setja saman gjaldskrá eftir fjölda klukkustunda sem æft er í viku hverri.

Dýrast er að æfa í 2 klst. á viku fyrir 6-8 ára börn hjá Gerplu en það kostar 40.617 kr. en ódýrast á 17.000 kr. hjá Hamri Hveragerði sem er 23.617 kr. verðmunur eða 139%. Dýrast er að æfa í 4 klst. á viku fyrir 8-10 ára börn á 54.579 kr. hjá Gerplu en ódýrast á 22.000 kr. hjá Ungmannafélaginu Selfossi sem er 32.579 kr. verðmunur eða 148%.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024