Oddgeir sló draumahöggið á 16. braut í Leirunni
Njarðvíkingurinn Oddgeir Karlsson fór holu í höggi á Hólmsvelli í Leiru í gær. Oddgeir sló draumahöggið á 16. braut en blíðskaparveður var í gær og var fjölmenni á vellinum. Þetta var óvenjuerilsöm golfhelgi hjá GS miðað við árstíma. Eins og áður hefur komið fram voru um 100 kylfingar skráðir til leiks á haustmótið sem fram fór á laugardaginn og nánast allir rástímar voru bókaðir í gær.