Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Oddaleikur: Maciek er x-faktorinn
Eyrún er á Baginski vagninum og trúir því að Maciek muni halda dampi í oddaleiknum.
Fimmtudagur 14. apríl 2016 kl. 18:28

Oddaleikur: Maciek er x-faktorinn

Eyrún Líf spáir í spilin fyrir leik KR og Njarðvík

Eyrún Líf Sigurðardóttir fyrrum leikmaður Njarðvíkur á von á spennandi leik á morgun þegar Njarðvíkingar sækja KR-inga heim í Vesturbæinn. Oddaleikur verður þar háður um hvort liðið mæti Haukum í úrslitum. Við fengum Eyrúnu til þess að rýna í leikinn og rimmuna svakalegu milli liðanna til þessa.

Hvernig fer leikurinn?
Ég stend með mínum mönnum og spái að Njarðvík vinni með 5 stigum eftir framlengingu. Held að bæði lið mæti dýrvitlaus og að þetta verði besti leikurinn í seríunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvað þurfa Njarðvíkingar að gera til þess að leggja KR á heimavelli?
KR er með mjög erfiðan heimavöll og Njarðvíkingar þurfa allir að mæta tilbúnir. Mér finnst vörnin vera númer 1, 2 og 3 en svo verða líka þessi opnu skot sem Haukur og Oddur voru að fá í seinasta leik að detta. Mér finnst líka mikilvægt að allir leikmenn stígi upp og að allir sem eru inná séu ,,involved,“ þannig hefur mér fundist Njarðvíkurliðinu ganga best.

Hvaða leikmenn munum við sjá stíga upp í þessum stóra leik?
Það er bókað að Haukur er ekki að fara að taka þriðja leikinn í röð undir 10 stigum, spái svaka leik frá honum. Svo hefur Maciek verið x-factor liðsins og oddaleikurinn verður engin undantekning. Svo má ekki sleppa að nefna Loga, hann stígur alltaf upp, varnarlega og sóknarlega. Hjá KR held ég að Helgi verði með svaka leik, 6+ þrista.

Hvað finnst þér búið að standa upp úr í rimmunni til þessa?
Þessi lokaskot hjá Hauki í leik eitt og tvö. Mér finnst magnað að horfa á hann og hversu yfirvegaður hann er, þessi skot eru svo yfirveguð að það er eins og hann sé uppí húsi að taka æfingaskot. Svo er Maciek búinn að vera frábær og minn uppáhalds leikmaður í Njarðvíkurliðinu.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 á morgun föstudag.