Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Oddaleikur í Grindavík á sunnudag
Föstudagur 24. mars 2017 kl. 21:25

Oddaleikur í Grindavík á sunnudag

Enn einn heimasigurinn í rimmu Þórs og UMFG

Oddaleik þarf til að útkljá rimmu Grindavíkur og Þórs Þ. en aftur kom heimasigur þegar Þórsarar lögðu Grindvíkinga 88:74 í Þorlákshöfn. Leikurinn var spennandi allt til lokaleikhluta þegar Þórsarar sigu framúr. Ólafur Ólafsson og Lewis Clinch voru bestir Gridvíkinga í leiknum með 21 stig.

Oddaleikurinn fer fram í Grindavík á sunnudag 26. mars og hefst klukkan 19:15.

Þór Þ.-Grindavík 88-74 (23-23, 24-17, 17-18, 24-16)

Þór Þ.: Tobin Carberry 25/6 fráköst/5 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 16/5 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 13/6 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 9, Ólafur Helgi Jónsson 9/11 fráköst, Ragnar Örn Bragason 8, Grétar Ingi Erlendsson 6, Halldór Garðar Hermannsson 2, Magnús Breki Þórðason 0, Benjamín Þorri Benjamínsson 0, Styrmir Snær Þrastarson 0.

Grindavík: Ólafur Ólafsson 21/11 fráköst, Lewis Clinch Jr. 21/4 fráköst, Þorleifur Ólafsson 12/7 fráköst, Dagur Kár Jónsson 11, Ingvi Þór Guðmundsson 5/5 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 2/5 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 2/7 fráköst, Sverrir Týr Sigurðsson 0, Hamid Dicko 0, Kristófer Breki Gylfason 0, Magnús Már Ellertsson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024