Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Oddaleikur eftir enn einn útisigurinn
Þriðjudagur 29. mars 2016 kl. 21:01

Oddaleikur eftir enn einn útisigurinn

Allt undir í Ásgarði i næsta leik

Það þarf oddaleik til að útkljá rimmu Njarðvíkinga og Stjörnunnar annað árið í röð. Stjörnumenn sóttu sigur í Ljónagryfjuna í kvöld og jöfnuðu einvígið 2-2. Lokatölur 68:83 í leik þar sem Njarðvíkingar náðu sé ekki almennilega á strik. Liðin áttust einnig við í fyrra og þá fóru Njarðvíkingar áfram eftir sigur í spennandi oddaleik. Enn hefur ekki unnist leikur á heimavelli í seríunni.

Stjörnumenn mættu ákveðnir til leiks og náðu yfirhöndinni snemma leiks. Staðan var 33:40 í hálfleik þar sem Atkinson var sprækastur Njarðvíkinga. Logi Gunnarsson var með Njarðvíkingum í kvöld en það virtist ekki ná að kveikja neistann hjá heimamönnum. Haukur Helgi hefur oft leikið mun betur og munar þar um minna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Gestirnir úr Garðabæ leiddu leikinn allt frá upphafi og Njarðvíkingar virtust vera að jafna leikinn í upphafi síðasta leikhluta. Munurinn jókst þá frekar, eða í 10 stig. Vörn Stjörnumanna sýndi styrk sinn og um langa hríð áttu Njarðvíkingar í mestu vandræðum með að skora. Bæði var þar um að kenna slæmri hittni og góðri vörn gestanna.

Oddur Rúnar og Atkinson voru bestir heimamanna í kvöld en aðrir virtust ekki alveg í sínu besta formi.

Njarðvík: Jeremy Martez Atkinson 17/7 fráköst/5 stolnir, Oddur Rúnar Kristjánsson 15, Haukur Helgi Pálsson 10/6 fráköst/5 stoðsendingar, Logi  Gunnarsson 7, Ólafur Helgi Jónsson 6, Maciej Stanislav Baginski 5/4 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 2, Snjólfur Marel Stefánsson 0, Oddur Birnir Pétursson 0, Jón Arnór Sverrisson 0, Adam Eiður Ásgeirsson 0, Gunnlaugur Sveinn Hafsteinsson 0.

Stjarnan: Justin Shouse 17, Al'lonzo Coleman 10/6 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 10, Sæmundur Valdimarsson 9/4 fráköst, Marvin Valdimarsson 6, Arnþór Freyr Guðmundsson 5, Ágúst Angantýsson 5, Tómas Þórður Hilmarsson 4/5 fráköst.