Íþróttir

Oddaleikur á föstudag!
Miðvikudagur 13. apríl 2016 kl. 21:25

Oddaleikur á föstudag!

Njarðvíkingar lögðu KR og staðan 2-2

Það þarf oddaleik annað árið í röð til þess að útkljá magnaða rimmu Njarðvíkur og KR í undanúrslitum Domino's deildarinnar í körfu eftir að þeir Grænu sigruðu í spennandi leik á heimavelli sínum í kvöld. Staðan 74:68 að loknum spennandi leik þar sem baráttan og hjartað voru Njarðvíkurmegin undir lokin.

Atkinson var frábær hjá Njarðvík í kvöld en hann skoraði 29 stig og tók 15 fráköst. Þeir Maciek og Logi voru einnig frábærir og þá sér í lagi undir lokin þegar mest reyndi á. Logi hefur verið sérstaklega öflugur í því að draga sína menn áfram og halda uppi stemningu innan liðsins. Hrein unun að sjá ástríðuna hjá manninum. Maciek var líka magnaður á upphafsmínútum þar sem hann var allt í öllu.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona

Leikurinn var nokkuð kaflaskiptur en Njarðvíkingar byrjuðu með hvelli. Komust í 14-0 og svo í 18-3. KR er hins vegar með það sterkan hóp að þeir voru ekki af baki dottnir þrátt fyrir að leika án Pavel Ermolinskij sem meiddist í upphitun. Þeir komu grimmir tilbaka og náðu að jafna og komast 9 stigum þegar mest var. Þriðji leikhluti var svo eign Njarðvíkinga en hann tóku þeir með 14 stigum. Lokaleikhlutinn var svo tvísýnn og liðin skiptust á að skora stórar körfur. 

Njarðvík-KR 74-68 (19-14, 15-28, 26-12, 14-14)

Njarðvík: Jeremy Martez Atkinson 29/15 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 17/5 fráköst, Logi  Gunnarsson 16/5 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 5, Haukur Helgi Pálsson 5/8 fráköst/8 stoðsendingar, Oddur Rúnar Kristjánsson 2/8 stoðsendingar, Snjólfur Marel Stefánsson 0, Gunnlaugur Sveinn Hafsteinsson 0, Adam Eiður Ásgeirsson 0, Jón Arnór Sverrisson 0, Oddur
Birnir Pétursson 0, Hjörtur Hrafn Einarsson 0.

KR: Michael Craion 28/12 fráköst/3 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 14/5 fráköst, Darri Hilmarsson 12, Helgi Már Magnússon 9/13 fráköst, Björn Kristjánsson 5, Jón Hrafn Baldvinsson 0, Vilhjálmur Kári Jensson 0, Arnór Hermannsson 0, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 0, Snorri Hrafnkelsson 0, Pavel Ermolinskij 0, Andrés Ísak Hlynsson 0.
 

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25