Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Oddaleikjadagur í körfunni
Fimmtudagur 5. apríl 2007 kl. 11:52

Oddaleikjadagur í körfunni

Tveir spennandi oddaleikir fara fram í úrslitakeppninni í Iceland Express deild karla í kvöld og þá mun ráðast hvaða lið fara í sumarfrí og hvaða lið munu leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn.

 

Í Ljónagryfjunni í Njarðvík mætast Íslandsmeistararnir og Grindvíkingar kl. 20:00 en liðin hafa bæði unnið alla heimaleiki sína í einvíginu. Leikir Suðurnesjarisanna hafa verið hin besta skemmtun og má gera ráð fyrir troðfullri Ljónagryfju í kvöld.

 

DHL-Höllin verður vafalítið þéttsetin í kvöld en oddaleikur KR og Snæfells hefst kl. 19:15 og verður í beinni útsendingu hjá SÝN en þegar leik lýkur í Reykjavík færist beina útsendingin yfir í Ljónagryfjuna.

 

Njarðvík-Grindavík

Ljónagryfjan 20:00

 

KR-Snæfell

DHL-Höllin 19:15

 

Fjölmennum á völlinn!

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024